Grande tjáir sig um andlát Millers í fyrsta sinn: „Við töluðum um þetta, svo oft“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2018 20:54 Miller og Grande á góðgerðartónleikum í Manchester, stuttu eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tónleikum hennar þar í borg. Vísir/Getty Söngkonan Ariana Grande tjáði sig í fyrsta sinn um andlát rapparans Macs Millers, sem lést úr ofneyslu eiturlyfja í síðustu viku, á Instagram-reikningi sínum í dag. Grande og Miller voru par í tvö ár áður en þau tilkynntu um sambandsslit sín í maí síðastliðnum. „Ég dýrkaði þig frá því ég hitti þig fyrst þegar ég var nítján ára og ég mun gera það alla tíð. Ég trúi ekki að þú sért ekki hérna lengur. Ég næ ekki utan um það. Við töluðum um þetta. Svo oft,“ skrifar Grande. „Ég er svo reið, ég er svo leið, ég veit ekki hvað ég á að gera. Þú varst dýrmætasti vinur minn. Svo lengi. Ofar öllu öðru. Mér þykir svo fyrir því að ég hafi ekki getað lagað eða fjarlægt sársaukann. Mig langaði virkilega til þess.“ Grande hefur þurft að þola mikið áreiti frá aðdáendum Millers eftir að fregnir bárust af andláti hans. Grande var sökuð um að hafa verið valdur að dauða Millers vegna þess hversu fljótt hún tók saman við grínistann Pete Davidson. Grande og Davidson trúlofuðu sig snemma í sumar, skömmu eftir að Grande tilkynnti um sambandsslit sín og Miller. Grande lýkur svo færslunni með hinstu kveðju til Millers. „Besta, yndislegasta sálin með djöfla sem hann átti aldrei skilið að draga. Ég vona að þér líði vel núna. Hvíldu þig.“ Grande hafði áður brugðist við andláti Millers en hún birti mynd af honum á Instagram-reikningi sínum skömmu eftir að hann lést. Enginn texti fylgdi þó myndinni og er þetta því í fyrsta sinn sem eitthvað er haft eftir Grande vegna andlátsins. View this post on Instagrami adored you from the day i met you when i was nineteen and i always will. i can’t believe you aren’t here anymore. i really can’t wrap my head around it. we talked about this. so many times. i’m so mad, i’m so sad i don’t know what to do. you were my dearest friend. for so long. above anything else. i’m so sorry i couldn’t fix or take your pain away. i really wanted to. the kindest, sweetest soul with demons he never deserved. i hope you’re okay now. rest. A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 14, 2018 at 12:40pm PDT Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18 Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. 8. september 2018 12:40 Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8. september 2018 22:40 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Söngkonan Ariana Grande tjáði sig í fyrsta sinn um andlát rapparans Macs Millers, sem lést úr ofneyslu eiturlyfja í síðustu viku, á Instagram-reikningi sínum í dag. Grande og Miller voru par í tvö ár áður en þau tilkynntu um sambandsslit sín í maí síðastliðnum. „Ég dýrkaði þig frá því ég hitti þig fyrst þegar ég var nítján ára og ég mun gera það alla tíð. Ég trúi ekki að þú sért ekki hérna lengur. Ég næ ekki utan um það. Við töluðum um þetta. Svo oft,“ skrifar Grande. „Ég er svo reið, ég er svo leið, ég veit ekki hvað ég á að gera. Þú varst dýrmætasti vinur minn. Svo lengi. Ofar öllu öðru. Mér þykir svo fyrir því að ég hafi ekki getað lagað eða fjarlægt sársaukann. Mig langaði virkilega til þess.“ Grande hefur þurft að þola mikið áreiti frá aðdáendum Millers eftir að fregnir bárust af andláti hans. Grande var sökuð um að hafa verið valdur að dauða Millers vegna þess hversu fljótt hún tók saman við grínistann Pete Davidson. Grande og Davidson trúlofuðu sig snemma í sumar, skömmu eftir að Grande tilkynnti um sambandsslit sín og Miller. Grande lýkur svo færslunni með hinstu kveðju til Millers. „Besta, yndislegasta sálin með djöfla sem hann átti aldrei skilið að draga. Ég vona að þér líði vel núna. Hvíldu þig.“ Grande hafði áður brugðist við andláti Millers en hún birti mynd af honum á Instagram-reikningi sínum skömmu eftir að hann lést. Enginn texti fylgdi þó myndinni og er þetta því í fyrsta sinn sem eitthvað er haft eftir Grande vegna andlátsins. View this post on Instagrami adored you from the day i met you when i was nineteen and i always will. i can’t believe you aren’t here anymore. i really can’t wrap my head around it. we talked about this. so many times. i’m so mad, i’m so sad i don’t know what to do. you were my dearest friend. for so long. above anything else. i’m so sorry i couldn’t fix or take your pain away. i really wanted to. the kindest, sweetest soul with demons he never deserved. i hope you’re okay now. rest. A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 14, 2018 at 12:40pm PDT
Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18 Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. 8. september 2018 12:40 Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8. september 2018 22:40 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Rapparinn Mac Miller látinn Bandaríski rapparinn Mac Miller, lést í dag á heimili sínu í San Fernando Valley í nágrenni Los Angeles. 7. september 2018 21:18
Sleit sambandinu vegna fíknivandans: Aðdáendur Mac Miller herja á Ariönu Grande eftir dauðsfallið Eftir að fregnir af andláti rapparans Mac Miller bárust í gær hafa aðdáendur rapparans herjað á samfélagsmiðlareikninga söngkonunnar Ariönu Grande og margir sagt hana bera ábyrgð á dauðsfalli hans. 8. september 2018 12:40
Ariana Grande minnist Mac Miller á Instagram Bandaríska poppsöngkonana Ariana Grande setti í dag mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-síðu sína, en hann lést í gær. Talið er að rekja megi andlátið til þess að Miller hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna. 8. september 2018 22:40