Fyrsta heimsókn UFC til Rússlands Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2018 12:00 Vinskapur hjá Hunt og Oleinik fyrir bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00. MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sjá meira
UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00.
MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sjá meira
Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti