Gerum kröfu um biðlistalaust aðgengi barna að sálfræðingum borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir og sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins skrifa 15. september 2018 16:37 Víða eru langir biðlistar til sálfræðinga bæði til sálfræðinga skóla og heilsugæslu, enda þótt það sé eitthvað misjafnt eftir hverfum. Eins og staðan er í dag er aðgengi að skólasálfræðingum slakt í flestum hverfum eftir því sem næst er komist. Biðlistar eftir viðtölum og greiningum sem sýnt þykir að þurfi að framkvæma eru allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Vandinn er tvenns konar, annars vegar sá að aðsetur sálfræðinga er ekki í skólunum sjálfum heldur á þjónustumiðstöðvunum og hins vegar að skólasálfræðingar eru of fáir. Slakt aðgengi og biðlistar eru því ekki skólasálfræðingunum að kenna. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Fram kemur að sjálfsskaði stúlkna hefur aukist og tengsl milli sjálfskaða og sjálfsvígshugsana og sjálfsvígs eru óyggjandi. Rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í dag eru fleiri stúlkur en drengir sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg og er aukning frá árinu 2010. Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall drengja sem gera tilraun til sjálfsvígs er stöðugt á meðan hlutfall stúlkna hefur aukist úr 9% árið 2000 í 12% árið 2016 eins og fram kemur í ofannefndri skýrslu. Þetta er kjaftshögg fyrir okkur öll. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst að staða margra barna er ekki góð hvað varðar andlega líðan. Orsakir geta verið fjölmargar og margslungnar og verða ekki reifaðar hér. Til að ná utan um svo viðamikið vandamál þarf ríki og borg að vinna saman. En á vettvangi borgarinnar er hægt að gera betur bæði á sviði forvarna og aðgengi barna að sálfræðingum þarf að vera miklu betra. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi biðlistalaust aðgengi að sálfræðingum á vegum borgarinnar. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ættu þeir engu að síður að geta haft aðsetur í skólunum. Hlutverk þjónustumiðstöðva er mikilvægt t.d. til að tryggja jafnræði ýmissa verkefna milli hverfa. Milliganga þeirra milli skóla og skólasálfræðinga hefur hins vegar gert það að verkum að aðgengi að sálfræðingunum er lakara og líkur á að biðlistar myndist þar af leiðandi meiri. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim mestu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öflugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunar. Slakt aðgengi að fagþjónustu getur kostað líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Víða eru langir biðlistar til sálfræðinga bæði til sálfræðinga skóla og heilsugæslu, enda þótt það sé eitthvað misjafnt eftir hverfum. Eins og staðan er í dag er aðgengi að skólasálfræðingum slakt í flestum hverfum eftir því sem næst er komist. Biðlistar eftir viðtölum og greiningum sem sýnt þykir að þurfi að framkvæma eru allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Vandinn er tvenns konar, annars vegar sá að aðsetur sálfræðinga er ekki í skólunum sjálfum heldur á þjónustumiðstöðvunum og hins vegar að skólasálfræðingar eru of fáir. Slakt aðgengi og biðlistar eru því ekki skólasálfræðingunum að kenna. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Fram kemur að sjálfsskaði stúlkna hefur aukist og tengsl milli sjálfskaða og sjálfsvígshugsana og sjálfsvígs eru óyggjandi. Rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í dag eru fleiri stúlkur en drengir sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg og er aukning frá árinu 2010. Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall drengja sem gera tilraun til sjálfsvígs er stöðugt á meðan hlutfall stúlkna hefur aukist úr 9% árið 2000 í 12% árið 2016 eins og fram kemur í ofannefndri skýrslu. Þetta er kjaftshögg fyrir okkur öll. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst að staða margra barna er ekki góð hvað varðar andlega líðan. Orsakir geta verið fjölmargar og margslungnar og verða ekki reifaðar hér. Til að ná utan um svo viðamikið vandamál þarf ríki og borg að vinna saman. En á vettvangi borgarinnar er hægt að gera betur bæði á sviði forvarna og aðgengi barna að sálfræðingum þarf að vera miklu betra. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi biðlistalaust aðgengi að sálfræðingum á vegum borgarinnar. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ættu þeir engu að síður að geta haft aðsetur í skólunum. Hlutverk þjónustumiðstöðva er mikilvægt t.d. til að tryggja jafnræði ýmissa verkefna milli hverfa. Milliganga þeirra milli skóla og skólasálfræðinga hefur hins vegar gert það að verkum að aðgengi að sálfræðingunum er lakara og líkur á að biðlistar myndist þar af leiðandi meiri. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim mestu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öflugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunar. Slakt aðgengi að fagþjónustu getur kostað líf.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun