Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2018 18:10 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11
Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02