Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag.
Mótanefnd hefur ákveðið að leikurinn verði spilaður klukkan 16.30 á Seyðisfirði. Upprunalegi leikurinn fór fram fyrir sléttum mánuði síðan. Liðin hafa spilað fimm leiki í millitíðinni.
Áfrýjunardómstóll úrskurðaði í gær að leikurinn skildi endurtekinn þar sem dómarinn hafi breytt ákvörðunum á skýrslu eftir að leik lauk. Leikurinn var dæmdur ógildur.
Huginn er fallinn úr 2. deildinni en Völsungur mun enn vera í baráttu um sæti í Inkasso-deildinni takist liðinu að sækja þrjú stig á miðvikudag.
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag
![Úr leik Völsungs og Hattar um síðustu helgi sem Völsungur tapaði mjög óvænt, 2-3. Það gæti komið í bakið á Húsvíkingum.](https://www.visir.is/i/997340283F65886597E93F9F304435923791585F5268F2DAC97FC08BA5C80F08_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F7B2098F40498180BAF9978058544A9C12E3D60FEBB3FA7C341121F3E7E2F2DE_308x200.jpg)
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna
Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá.
![](https://www.visir.is/i/F7B2098F40498180BAF9978058544A9C12E3D60FEBB3FA7C341121F3E7E2F2DE_308x200.jpg)
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara
Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ.
![](https://www.visir.is/i/6CDC7D48A7ABF1052C11E2249460526EE80F0161B055C9C3F859FCD2958A2C2F_308x200.jpg)
Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman
Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.
![](https://www.visir.is/i/7C83D5BE2C6E7782AF5662B93D03A021AC03F9244D95A9C72E52AFDD4C0117F4_308x200.jpg)
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli.