Sæluvíman kom mér í gegnum leikinn Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2018 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með FH síðastliðið vor. Fréttablaðið/Stefán Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira