Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2018 19:19 Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið. Heilbrigðismál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið.
Heilbrigðismál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira