Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2018 19:19 Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið. Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið.
Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira