„Ekki sjálfsagt að geta orðið ófrísk“ Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 22:00 Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira