Starfsfólki Danska ríkisútvarpsins (DR) mun fækka um fjögur hundruð, sjónvarpsstöðvum verður fækkað úr sex í þrjár og rekstri þriggja útvarpsstöðva verður hætt.
Niðurskurðartillögur DR voru kynntar í morgun en með tillögunum er vonast til að hægt verði hægt að spara 420 milljónir danskra króna, um 7,2 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum.
Í frétt á vef DR kemur fram að búast megi við miklum breytingum á rekstri DR á næstu fimm árum þegar stofnuninni er ætlað að skera niður í rekstri sínum um 20 prósent.
Sjónvarps- og útvarpsstöðvum DR fækka
Þetta hafi meðal annars í för með sér að sex sjónvarpsstöðvar DR verði þrjár. Einungis verði hægt að streyma DR3 og DR Ultra frá árinu 2020, auk þess að DR2 og DR K verði sameinaðar í eina stöð þar sem áhersla verði lögð á samfélagsleg málefni og menningu.
Þá stendur til að fækka útvarpsstöðvum úr átta í fimm. Þannig verði P6 Beat, P7 Mix og P8 Jazz lagðar niður.
Loks stendur til að fækka starfsfólki um milli 375 og 400. 25 yfirmannsstöður verða lagðar niður.

