Lögreglan á Austurlandi stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í umdæminu í dag, með aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ræktunin fór fram á Breiðdalsvík og í Fellabæ en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var lagt hald á „töluvert magn“ af kannabisefnum. Nákvæm tala liggur ekki fyrir enn.
Þá lagði lögreglan hald á tæki sem tengjast framleiðslunni, fjármuni, gróðurlampa og margs konar búnað.
Lögreglan handtók tvo karla og tvær konur vegna málsins og fór í fleiri húsleitir sem tengjast málinu beint. Rannsókn stendur enn yfir.
