Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2018 06:00 Sautján sérgreinalæknum hefur verið synjað af Sjúkratryggingum í samræmi við tilmæli ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur sérgreinalæknis um aðild að rammasamningi stofnunarinnar við sérgreinalækna. Sjö sambærileg mál til viðbótar bíða dóms. Forstjóri SÍ fagnar niðurstöðunni. Langvarandi og veruleg framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins. Af þeim sökum tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri læknar inn á samninginn. Var það fyrst gert um áramótin 2016 og sú ákvörðun ítrekuð 26. apríl og 28. ágúst 2017. Umsóknir læknanna nú voru frá því í september 2017 og var þeim synjað af SÍ með vísan til ákvörðunar ráðherra. Að mati dómsins voru fyrrgreind tilmæli „ekki í nægjanlegu samræmi við áskilnað löggjafans um faglegt mat á umsókn [læknisins]“. Þá voru þau andstæð rammasamningnum og leiddu til þess að ekki fór fram fullnægjandi mat á umsókninni. Slíkt væri brot á lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og andstætt reglunni um skyldubundið mat stjórnvalda. Ákvörðunin var því ógilt. „Þetta eru alls átta nákvæmlega eins mál. Það var samkomulag um að taka eitt mál út úr og flytja til að fá dóm sem yrði til leiðsagnar í öllum málunum. Alma var fremst í stafrófsröðinni,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Ölmu og hinna læknanna sjö. Hann var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Auk læknanna átta sem stefnt hafa ríkinu hefur níu sérgreinalæknum til viðbótar verið hafnað um aðild að samningnum. Læknarnir sautján starfa í þrettán mismunandi sérgreinum og er staða þeirra nokkuð mismunandi. Sumir eru enn búsettir erlendis og bíða þess að koma heim meðan aðrir eru hér heima. Það að fá ekki aðild að samningnum þýðir að SÍ taka ekki þátt í greiðslu sjúklinga hjá viðkomandi lækni en kostnaðarþátttaka SÍ er um 30 prósent. „Þetta hefur í för með sér að viðkomandi læknir þarf í raun að rukka sinn sjúkling um kannski þrefalt hærra gjald en læknir sem er aðili að samningnum og þetta eru þess vegna læknar sem starfa á sömu starfsstöðinni. Misréttið er því augljóst,“ segir Gísli. „Þetta hefur grundvallarþýðingu fyrir störf og framtíðarmöguleika lækna. Læknarnir vilja bjóða upp á þjónustuna og það er sannarlega þörf fyrir hana. Málið snýst að stærstum hluta um að gera læknunum kleift að starfa við það sem þeir hafa menntað sig í, á jafnréttisgrundvelli.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra baðst undan viðtali um dóminn þar til hún hefur fundað með ríkislögmanni um niðurstöðuna og áhrif hans. Það verður gert í dag.Vill ekki áfrýja „Ég er ánægður með dóminn og tel hann byggja á mikilvægi þess að staðið sé við gerða samninga,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ. Dómurinn snúist um réttarstöðu sjúkratryggðra, atvinnuréttindi lækna og mikilvægi þess að marka þeim umgjörð. „Er það mín tillaga að rétt sé að virða niðurstöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur sérgreinalæknis um aðild að rammasamningi stofnunarinnar við sérgreinalækna. Sjö sambærileg mál til viðbótar bíða dóms. Forstjóri SÍ fagnar niðurstöðunni. Langvarandi og veruleg framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins. Af þeim sökum tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri læknar inn á samninginn. Var það fyrst gert um áramótin 2016 og sú ákvörðun ítrekuð 26. apríl og 28. ágúst 2017. Umsóknir læknanna nú voru frá því í september 2017 og var þeim synjað af SÍ með vísan til ákvörðunar ráðherra. Að mati dómsins voru fyrrgreind tilmæli „ekki í nægjanlegu samræmi við áskilnað löggjafans um faglegt mat á umsókn [læknisins]“. Þá voru þau andstæð rammasamningnum og leiddu til þess að ekki fór fram fullnægjandi mat á umsókninni. Slíkt væri brot á lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og andstætt reglunni um skyldubundið mat stjórnvalda. Ákvörðunin var því ógilt. „Þetta eru alls átta nákvæmlega eins mál. Það var samkomulag um að taka eitt mál út úr og flytja til að fá dóm sem yrði til leiðsagnar í öllum málunum. Alma var fremst í stafrófsröðinni,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Ölmu og hinna læknanna sjö. Hann var að vonum ánægður með niðurstöðuna. Auk læknanna átta sem stefnt hafa ríkinu hefur níu sérgreinalæknum til viðbótar verið hafnað um aðild að samningnum. Læknarnir sautján starfa í þrettán mismunandi sérgreinum og er staða þeirra nokkuð mismunandi. Sumir eru enn búsettir erlendis og bíða þess að koma heim meðan aðrir eru hér heima. Það að fá ekki aðild að samningnum þýðir að SÍ taka ekki þátt í greiðslu sjúklinga hjá viðkomandi lækni en kostnaðarþátttaka SÍ er um 30 prósent. „Þetta hefur í för með sér að viðkomandi læknir þarf í raun að rukka sinn sjúkling um kannski þrefalt hærra gjald en læknir sem er aðili að samningnum og þetta eru þess vegna læknar sem starfa á sömu starfsstöðinni. Misréttið er því augljóst,“ segir Gísli. „Þetta hefur grundvallarþýðingu fyrir störf og framtíðarmöguleika lækna. Læknarnir vilja bjóða upp á þjónustuna og það er sannarlega þörf fyrir hana. Málið snýst að stærstum hluta um að gera læknunum kleift að starfa við það sem þeir hafa menntað sig í, á jafnréttisgrundvelli.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra baðst undan viðtali um dóminn þar til hún hefur fundað með ríkislögmanni um niðurstöðuna og áhrif hans. Það verður gert í dag.Vill ekki áfrýja „Ég er ánægður með dóminn og tel hann byggja á mikilvægi þess að staðið sé við gerða samninga,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ. Dómurinn snúist um réttarstöðu sjúkratryggðra, atvinnuréttindi lækna og mikilvægi þess að marka þeim umgjörð. „Er það mín tillaga að rétt sé að virða niðurstöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin. 15. september 2018 19:30
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13