Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 19. september 2018 08:00 Bláa lónið hefur bætt verulega við eign sína í Icelandair Vísir/Vilhelm Bláa lónið hefur að undan förnu bætt verulega við eignarhlut sinn í Icelandair Group og er núna á meðal stærstu hluthafa flugfélagsins með um eins prósents hlut. Nýlegur hluthafalisti félagsins, sem ekki hefur verið gerður opinber, sýnir þannig að Bláa lónið er komið í hóp tuttugu stærstu eigenda Icelandair með um 50 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair er markaðsvirði hlutarins um 370 milljónir króna. Bláa lónið átti í árslok 2017 tæplega 14 milljónir hluta í Icelandair Group og hefur fyrirtækið því meira en þrefaldað hlut sinn í flugfélaginu það sem af er þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hríðfallið síðustu misseri og mánuði og frá áramótum hafa bréf félagsins lækkað í virði um liðlega helming. Gengi bréfa félagsins, sem lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær, stendur núna í 7,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra í nærri sex ár. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Samkvæmt síðasta opinbera lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins, sem birtist 31. júlí síðastliðinn, var þar aðeins að finna eignarhaldsfélagið Traðarhyrnu, sem er meðal annars í eigu Samherja, með 1,7 prósenta hlut í gegnum safnreikning hjá Kviku banka.Bláa lónið.Vísir/getty2,7 milljarðar í verðbréfum Vöxtur Bláa lónsins á undanförnum árum hefur sem kunnugt er verið ævintýralegur. Tekjur fyrirtækisins námu þannig rúmlega 102 milljónum evra, jafnvirði 13 milljarða króna, á síðasta ári og jukust um 25 milljónir evra á milli ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um 31 milljón evra á árinu 2017 og hækkaði um þriðjung frá fyrra ári. Tæplega tveir milljarðar voru greiddir út í arð til hluthafa fyrr á þessu ári. Í árslok 2017 námu fjárfestingar Bláa lónsins samtals um 20,9 milljónum evra. Eignir í verðbréfasjóðum voru þannig um 18,7 milljónir evra á meðan bein hlutabréfaeign Bláa lónsins í skráðum félögum í Kauphöllinni nam um 2,2 milljónum evra í lok síðasta árs. Þar var fyrst og fremst um að ræða hlutabréfaeign fyrirtækisins í Icelandair Group. Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins (75 prósent), og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, en hann er jafnframt stjórnarformaður Icelandair Group. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með um 30 prósenta hlut. Þá eiga Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins, og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, einnig hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Tengdar fréttir Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Bláa lónið hefur að undan förnu bætt verulega við eignarhlut sinn í Icelandair Group og er núna á meðal stærstu hluthafa flugfélagsins með um eins prósents hlut. Nýlegur hluthafalisti félagsins, sem ekki hefur verið gerður opinber, sýnir þannig að Bláa lónið er komið í hóp tuttugu stærstu eigenda Icelandair með um 50 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair er markaðsvirði hlutarins um 370 milljónir króna. Bláa lónið átti í árslok 2017 tæplega 14 milljónir hluta í Icelandair Group og hefur fyrirtækið því meira en þrefaldað hlut sinn í flugfélaginu það sem af er þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hríðfallið síðustu misseri og mánuði og frá áramótum hafa bréf félagsins lækkað í virði um liðlega helming. Gengi bréfa félagsins, sem lækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í gær, stendur núna í 7,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra í nærri sex ár. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Samkvæmt síðasta opinbera lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins, sem birtist 31. júlí síðastliðinn, var þar aðeins að finna eignarhaldsfélagið Traðarhyrnu, sem er meðal annars í eigu Samherja, með 1,7 prósenta hlut í gegnum safnreikning hjá Kviku banka.Bláa lónið.Vísir/getty2,7 milljarðar í verðbréfum Vöxtur Bláa lónsins á undanförnum árum hefur sem kunnugt er verið ævintýralegur. Tekjur fyrirtækisins námu þannig rúmlega 102 milljónum evra, jafnvirði 13 milljarða króna, á síðasta ári og jukust um 25 milljónir evra á milli ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um 31 milljón evra á árinu 2017 og hækkaði um þriðjung frá fyrra ári. Tæplega tveir milljarðar voru greiddir út í arð til hluthafa fyrr á þessu ári. Í árslok 2017 námu fjárfestingar Bláa lónsins samtals um 20,9 milljónum evra. Eignir í verðbréfasjóðum voru þannig um 18,7 milljónir evra á meðan bein hlutabréfaeign Bláa lónsins í skráðum félögum í Kauphöllinni nam um 2,2 milljónum evra í lok síðasta árs. Þar var fyrst og fremst um að ræða hlutabréfaeign fyrirtækisins í Icelandair Group. Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins (75 prósent), og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, en hann er jafnframt stjórnarformaður Icelandair Group. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með um 30 prósenta hlut. Þá eiga Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins, og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, einnig hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Tengdar fréttir Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30