Tvöfaldur Evrópumeistari getur „loksins“ tekið bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 13:00 Jakob Ingebrigtsen fagnar EM-gulli í Berlín í ágúst. Vísir/Getty Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira