Árásin á Shooters: Tveggja manna leitað til viðbótar og einum sleppt úr haldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 11:55 Árásin átti sér stað á Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar. Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna í tengslum við alvarlega líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti um síðustu helgi. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á sunnudag vegna málsins og var einum þeirra sleppt úr haldi í gær. Þetta staðfestir Margir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Margeir segir rannsókn málsins miða nokkuð vel en lögregla vilji nú ná tali af tveimur mönnum vegna árásarinnar. Hann segir að mennirnir tengist hópi manna sem réðst á dyravörðinn, sem hlaut mænuskaða er ráðist var á hann, og eru þeir jafnframt grunaðir um aðild að árásinni. Rannsókn miðar nú m.a. að því að kanna hlut hvers og eins í árásinni. Þá gerir Margeir ráð fyrir að lýst verði eftir mönnunum tveimur sem leitað er að eftir helgi.Sjá einnig: Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlegaSleppt úr haldi í gær Eins og áður segir voru fjórir menn handteknir á sunnudag grunaðir um árásina, sem framin var þá um nóttina. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á sunnudeginum. Einum fjórmenninganna var sleppt úr haldi í gær en Margeir segir að ekki hafi þótt tilefni til að halda manninum lengur. Hinir þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. Tildrög málsins voru þau að dyraverðir vísuðu tveimur mönnum út af staðnum. Þeir sneru aftur með fleiri menn með sér og réðust á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn. Hann hlaut mænuskaða í árásinni og er hreyfigeta hans skert. Í gærkvöldi var haldin táknræn athöfn við Shooters í Austurstræti þar sem hópur dyravarða sýndi þolanda árásarinnar stuðning. Þá fundaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með fulltrúum dyravarða í fyrradag, sem eru slegnir vegna árásarinnar.
Líkamsárás á Shooters Lögreglumál Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. 31. ágúst 2018 21:09
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16