Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2018 21:09 Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverði sem féllust í faðma fyrir utan Shooteers í kvöld. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16