Dyraverðir vilja öruggara starfsumhverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 19:29 Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16