Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2018 14:00 Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli í heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Fyrirkomulagið er með þessum hætti þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.Frá Blóðbankanum.Fyrirkomulagið hérlendis er reglulega gagnrýnt og segir heilbrigðisráðherra mögulegar breytingar til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég er að láta skoða það mál og ekki síst í ljósi þess að það urðu breytingar í Danmörku nú á dögunum. Ég hef verið að láta skoða þetta mál alveg frá því að ég tók við embætti, eða mjög snemma á þessu ári," segir Svandís Svavarsdóttir Hún segir niðurstöðu væntanlega í málið. „Ég vænti þess að við sjáum til lands í þessu og að það fæðist einhver ákvörðun á næstu vikum og mánuðum í þeim efnum. Ég er að skoða þetta bæði í samstarfi við sóttvarnarlækni og Blóðbankann," segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli í heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. Frá og með næstu áramótum mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Danmörku, hafi þeir ekki stundað kynlíf með öðrum körlum í fjóra mánuði. Hérlendis er karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Fyrirkomulagið er með þessum hætti þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis er hins vegar tilkynnt um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.Frá Blóðbankanum.Fyrirkomulagið hérlendis er reglulega gagnrýnt og segir heilbrigðisráðherra mögulegar breytingar til skoðunar í ráðuneytinu. „Ég er að láta skoða það mál og ekki síst í ljósi þess að það urðu breytingar í Danmörku nú á dögunum. Ég hef verið að láta skoða þetta mál alveg frá því að ég tók við embætti, eða mjög snemma á þessu ári," segir Svandís Svavarsdóttir Hún segir niðurstöðu væntanlega í málið. „Ég vænti þess að við sjáum til lands í þessu og að það fæðist einhver ákvörðun á næstu vikum og mánuðum í þeim efnum. Ég er að skoða þetta bæði í samstarfi við sóttvarnarlækni og Blóðbankann," segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00