Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2018 20:00 Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15