Davíð Þór: Á svona degi eru fá lið sem standast okkur snúning Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 2. september 2018 19:55 Davíð fagnar ásamt dóttur sinni eftir leikinn í kvöld. vísir/daníel FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira