Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2018 05:56 Eins og sést stóð safnið í ljósum logum. vísir/epa Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira
Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira