Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 12:32 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AP Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu. Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu.
Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“