Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 15:43 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande. Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande.
Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira