Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2018 20:30 Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins. Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins.
Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00