Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 06:00 Rósa Guðbjartsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson. Fréttablaðið/ERNIR Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins. Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins. Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00
Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21