Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 06:00 Rósa Guðbjartsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson. Fréttablaðið/ERNIR Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins. Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins. Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00
Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21