Dinklage útskýrir hvað Tyrion var að hugsa Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 16:00 Dinklage sagði raunverulegu ástæðuna fyrir svipnum undarlega vera flókna. Hann hafi haft áhyggjur af bæði persónulegum og fagmannlegum ástæðum. Byrjum á því að vara við spennuspillum. Augljóslega. Ef þú, lesandi góður, ert ekki á réttum nótum með Game of Thrones, vil ég vinsamlegast biðja þig um að slökkva á tölvunni. Það dugar ekkert minna til. Síðasti séns. Í sjöundu þáttaröð Game of Thrones kom upp atvik þar sem Jon Snow og Daenerys Targaryen voru að gera það um borð í báti. Tyrion Lannister, ráðgjafi Daenerys og vinur Jon, stóð fyrir utan káetu þeirra og var mjög undarlegur á svipinn. Síðan þá hafa verið uppi vangaveltur um hvað í ósköpunum hann hafi verið að hugsa þarna fyrir utan káetuna. Því hann virtist ekkert vera ánægður með þetta. Margir virtust á þeim nótum að Tyrion væri skotinn í Daenerys eða þá að hann hefði áhyggjur af því að þau ættu í einhverskonar sambandi.Loksins hefur Peter Dinklage, sá sem leikur Tyrion, ákveðið að varpa ljósi á málið og gerði hann það í viðtali við Entertainment Weekly. „Hafið hljóð, ég er að reyna að sofa hérna,“ sagði Dinklage en hann var þó bara að grínast. Hann sagði raunverulegu ástæðuna vera flókna. Hann hafi haft áhyggjur af bæði persónulegum og fagmannlegum ástæðum. „Augljóslega ber hann tilfinningar til Daenerys. Hann elskar hana, eða heldur að hann geri það,“ sagði Dinklage. Enn fremur segir hann að Tyrion efist um tilfinningar sínar því hann hafi ekki góða reynslu af því að verða ástfanginn. Eðlilega. Fyrsta ástin hans Tyrion fór ekki vel.Fall er fararheill, eða þannig Þegar þeir voru táningar rákust Tyrion og Jaime á unga konu sem ribbaldar höfðu ráðist á. Þeir komu stúlkunni, sem hét Tysha, til bjargar. Tyrion varð fljótt ástfanginn af henni og giftist henni í laumi. Þau voru hamingjusöm í tvær vikur. Þegar drullusokkurinn Tywin Lannister, faðir þeirra Tyrion og Jaime, komst á snoðir um brúðkaupið varð hann ævareiður. Hann sannfærði Jaime um að segja Tyrion að Tysha væri vændiskona sem Jaime hefði greitt fyrir að hitta Tyrion. Að hann hefði sviðsett allt saman. Tywin lét svo 50 hermenn nauðga Tyshu og þvingaði Tyrion til að gera það svo einnig. Síðan rak hann hana á brott. Þegar Jaime bjargaði Tyrion úr dýflissu Rauðu hallarinnar viðurkenndi hann hvað hann hefði gert. Tyrion tók því ekki vel og hótaði að drepa bróður sinn. Það sem meira er þá leitaði hann föður sinn uppi áður en hann flúði. Þar komum við að annarri ást Tyrion. Vændiskonunni Shae. Þegar Tyrion kom í herbergi föður síns var vændiskonan Shae þar stödd. Ljóst var að hún hafði sængað hjá Tywin, þrátt fyrir að hann hefði verið verulega mótfallinn veru hennar í Kings Landing og sambandi hennar og Tyrion. Þar að auki hafði hún logið og hélt því fram við réttarhöld að Tyrion hefði eitrað fyrir frænda sínum, Joffrey. Tyrion myrti hana snöggvast og fór svo og myrti Tywin.Öfundsýki og áhyggjur Dinklage segir það öfundsýki þó ekki einu ástæðuna fyrir undarlegum svip Tyrion. Hann segir persónuna einnig elska Jon. Jon og Daenerys séu þær tvær manneskjur sem Tyrion tengi hvað mest við í heiminum. Þá hafi bæði, eins og hann sjálfur, verið útundan í fjölskyldum sínum og tekið eigin ákvarðanir í lífinu. „Hann er að velta því fyrir sér hve sniðugt þetta sé því ástríða og stjórnmála blandast ekki vel saman. Hann veit að samband þeirra gæti reynst mjög hættulegt;“ sagði Dinklage. Það er spurning hvað Tyrion hugsar og segir þegar þau þrjú koma aftur til Winterfell og Bran segir þeim að í rauninni séu Jon og Daenerys náskyld. Jon sé sonur Rhaegar Targaryen, eldri bróður Daenerys, og hann eigi í raun sterkari kröfu á krúnu Westeros en hún.Ótímabærar áhyggjur Við það má svo bæta að það á væntanlega eftir að koma Tyrion verulega á óvart ef/þegar hann kemst að því að hann sjálfur eigi sömuleiðis kröfu á krúnuna og sé í raun bróðir Daenerys. Þetta er auðvitað bara kenning, enn sem komið er, en hún er ekki galin. Í mörg ár hafa vangaveltur verið uppi um að Tyrion sé ekki raunverulegur sonur Tywin. sem dæmi má nefna að í myndbandinu hér að ofan, og oftar, segir Tywin: „Þú ert ekki sonur minn“. ‚i bók tvö sagði Tywin við Tyrion að eina ástæðan fyrir því að hann fengi að nota Lannister nafnið væri að Tywin gæti ekki sannað að Tyrion væri ekki sonur sinn. Tyrion er mögulega sonur Aerys II Targaryen, hins brjálaða, föður Daenerys og afa Jon Snow (Aegon Targaryen). Jaime drap hann einmitt. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust. Það er þó aldrei farið neitt nánar út í það. Þar að auki var stór vísbending um uppruna Tyrion í sjöttu þáttaröðinni þegar Tyrion sleppti drekunum Thaegal og Viserion úr dýflissu Meereen. Þar fékk hann að ganga upp að þeim, spjalla við þá og taka af þeim keðjurnar án þess að vera drepinn. Það þykir til marks um að drekarnir hafi skynjað blóð Targaryen-ættarinnar í æðum Tyrion. Tyrion hefur einnig frá unga aldri verið haldinn ákveðinni áráttu gagnvart drekum og í bókunum er hann ekki með hið hefðbundna Lannister hár, heldur ljósari lit sem er gjarnan tengdur við Targaryen ættina. Þetta steinliggur. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Byrjum á því að vara við spennuspillum. Augljóslega. Ef þú, lesandi góður, ert ekki á réttum nótum með Game of Thrones, vil ég vinsamlegast biðja þig um að slökkva á tölvunni. Það dugar ekkert minna til. Síðasti séns. Í sjöundu þáttaröð Game of Thrones kom upp atvik þar sem Jon Snow og Daenerys Targaryen voru að gera það um borð í báti. Tyrion Lannister, ráðgjafi Daenerys og vinur Jon, stóð fyrir utan káetu þeirra og var mjög undarlegur á svipinn. Síðan þá hafa verið uppi vangaveltur um hvað í ósköpunum hann hafi verið að hugsa þarna fyrir utan káetuna. Því hann virtist ekkert vera ánægður með þetta. Margir virtust á þeim nótum að Tyrion væri skotinn í Daenerys eða þá að hann hefði áhyggjur af því að þau ættu í einhverskonar sambandi.Loksins hefur Peter Dinklage, sá sem leikur Tyrion, ákveðið að varpa ljósi á málið og gerði hann það í viðtali við Entertainment Weekly. „Hafið hljóð, ég er að reyna að sofa hérna,“ sagði Dinklage en hann var þó bara að grínast. Hann sagði raunverulegu ástæðuna vera flókna. Hann hafi haft áhyggjur af bæði persónulegum og fagmannlegum ástæðum. „Augljóslega ber hann tilfinningar til Daenerys. Hann elskar hana, eða heldur að hann geri það,“ sagði Dinklage. Enn fremur segir hann að Tyrion efist um tilfinningar sínar því hann hafi ekki góða reynslu af því að verða ástfanginn. Eðlilega. Fyrsta ástin hans Tyrion fór ekki vel.Fall er fararheill, eða þannig Þegar þeir voru táningar rákust Tyrion og Jaime á unga konu sem ribbaldar höfðu ráðist á. Þeir komu stúlkunni, sem hét Tysha, til bjargar. Tyrion varð fljótt ástfanginn af henni og giftist henni í laumi. Þau voru hamingjusöm í tvær vikur. Þegar drullusokkurinn Tywin Lannister, faðir þeirra Tyrion og Jaime, komst á snoðir um brúðkaupið varð hann ævareiður. Hann sannfærði Jaime um að segja Tyrion að Tysha væri vændiskona sem Jaime hefði greitt fyrir að hitta Tyrion. Að hann hefði sviðsett allt saman. Tywin lét svo 50 hermenn nauðga Tyshu og þvingaði Tyrion til að gera það svo einnig. Síðan rak hann hana á brott. Þegar Jaime bjargaði Tyrion úr dýflissu Rauðu hallarinnar viðurkenndi hann hvað hann hefði gert. Tyrion tók því ekki vel og hótaði að drepa bróður sinn. Það sem meira er þá leitaði hann föður sinn uppi áður en hann flúði. Þar komum við að annarri ást Tyrion. Vændiskonunni Shae. Þegar Tyrion kom í herbergi föður síns var vændiskonan Shae þar stödd. Ljóst var að hún hafði sængað hjá Tywin, þrátt fyrir að hann hefði verið verulega mótfallinn veru hennar í Kings Landing og sambandi hennar og Tyrion. Þar að auki hafði hún logið og hélt því fram við réttarhöld að Tyrion hefði eitrað fyrir frænda sínum, Joffrey. Tyrion myrti hana snöggvast og fór svo og myrti Tywin.Öfundsýki og áhyggjur Dinklage segir það öfundsýki þó ekki einu ástæðuna fyrir undarlegum svip Tyrion. Hann segir persónuna einnig elska Jon. Jon og Daenerys séu þær tvær manneskjur sem Tyrion tengi hvað mest við í heiminum. Þá hafi bæði, eins og hann sjálfur, verið útundan í fjölskyldum sínum og tekið eigin ákvarðanir í lífinu. „Hann er að velta því fyrir sér hve sniðugt þetta sé því ástríða og stjórnmála blandast ekki vel saman. Hann veit að samband þeirra gæti reynst mjög hættulegt;“ sagði Dinklage. Það er spurning hvað Tyrion hugsar og segir þegar þau þrjú koma aftur til Winterfell og Bran segir þeim að í rauninni séu Jon og Daenerys náskyld. Jon sé sonur Rhaegar Targaryen, eldri bróður Daenerys, og hann eigi í raun sterkari kröfu á krúnu Westeros en hún.Ótímabærar áhyggjur Við það má svo bæta að það á væntanlega eftir að koma Tyrion verulega á óvart ef/þegar hann kemst að því að hann sjálfur eigi sömuleiðis kröfu á krúnuna og sé í raun bróðir Daenerys. Þetta er auðvitað bara kenning, enn sem komið er, en hún er ekki galin. Í mörg ár hafa vangaveltur verið uppi um að Tyrion sé ekki raunverulegur sonur Tywin. sem dæmi má nefna að í myndbandinu hér að ofan, og oftar, segir Tywin: „Þú ert ekki sonur minn“. ‚i bók tvö sagði Tywin við Tyrion að eina ástæðan fyrir því að hann fengi að nota Lannister nafnið væri að Tywin gæti ekki sannað að Tyrion væri ekki sonur sinn. Tyrion er mögulega sonur Aerys II Targaryen, hins brjálaða, föður Daenerys og afa Jon Snow (Aegon Targaryen). Jaime drap hann einmitt. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust. Það er þó aldrei farið neitt nánar út í það. Þar að auki var stór vísbending um uppruna Tyrion í sjöttu þáttaröðinni þegar Tyrion sleppti drekunum Thaegal og Viserion úr dýflissu Meereen. Þar fékk hann að ganga upp að þeim, spjalla við þá og taka af þeim keðjurnar án þess að vera drepinn. Það þykir til marks um að drekarnir hafi skynjað blóð Targaryen-ættarinnar í æðum Tyrion. Tyrion hefur einnig frá unga aldri verið haldinn ákveðinni áráttu gagnvart drekum og í bókunum er hann ekki með hið hefðbundna Lannister hár, heldur ljósari lit sem er gjarnan tengdur við Targaryen ættina. Þetta steinliggur.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira