„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2018 21:00 Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“ Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Rauðgræna blokkin í Svíþjóð er með naumt forskot á bandalag borgaralegu flokkanna í nýrri könnun sem unnin var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Fylgi Svíþjóðardemókrata, sem rekur harða stefnu í innflytjendamálum, virðist vera aukast á ný eftir að hafa dalað í könnunum síðustu daga og má telja líklegt að flokkurinn verði næststærstur á þingi eftir kosningar á eftir flokki Jafnaðarmanna. Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð. Í bæði Gautaborg og Stokkhólmi er sama hlutfall 25 prósent.Erfitt að eignast sænska vini Mohammed Alonezan flúði borgarastríðið í Sýrlandi og kom til Svíþjóðar fyrir þremur árum. Hann starfaði sem lögfræðingur í Sýrlandi, stundar nú nám í sænsku í hverfinu Rosengård og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur á ný. Hann segir að þrátt fyrir að sænsk yfirvöld standi sig vel þegar kemur að því að taka á móti innflytjendum geti hins vegar reynst erfitt fyrir innflytjendur að aðlagast sænsku samfélagi. „Hér í Svíþjóð – og kannski hef ég rangt fyrir mér – en ég hef fundið fyrir því að það getur reynst erfitt að eignast sænska vini.“ Mohammed segir að í Sýrlandi hafi hann alist upp við menningu þar sem tengsl milli íbúa og nágranna eru ólík þeim sem þekkjast í Svíþjóð. „Ef þú flytur í nýja íbúð, það fyrsta sem þú þarft að gera er að banka hjá nágrönnunum. „Hæ ég kem frá...„, „Ég bý hér.“ Ef þú gerir það hér í Svíþjóð þá verður þú tilkynntur til lögreglu sama dag,“ segir Mohammed og hlær.Arben Gradinaj.Ekki rétt að stíga á liggjandi Arben Gradinaj flutti til Svíþjóðar frá Júgóslavíu þegar hann var fimm ára og starfar nú sem kokkur á slökkviliðsstöð í Malmö. Hann segir að umræðuna og stemninguna í sænsku samfélagi hafa breyst nokkuð á síðustu árum þegar kemur að málefnum innflytjenda og vísar þá sérstaklega í málflutning Svíþjóðardemókrata. Hann segir nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði þegar kemur að aðlögun innflytjenda. „Mér finnst að það eigi ekki að stíga á þá sem eru þegar liggjandi. Þetta er ekki sú mynd sem ég hef af Svíþjóð.“
Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna. 4. september 2018 20:45
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00