Bolsonaro, sem er frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningunum, var stunginn í kviðinn þegar stuðningsmenn hans báru hann á öxlum sínum. Árásarmaðurinn hafði hlaupið inn í mannfjöldann þar sem hann lét til skarar skríða.
Sjá einnig: Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf
Samkvæmt sjúkrahúsinu sem frambjóðandinn dvelur á er hann farinn að eyða miklum tíma á fótum en hann þarf enn á næringu í æð að halda. Stungan rauf æð í kvið hans og olli innvortis meiðslum.
Bolsonaro var klæddur skotheldu vesti á framboðsfundinum en hnífurinn gekk undir vesti hans og var hann bersýnilega þjáður í kjölfar stungunnar. Verknaðurinn náðist á myndband.
Stefnumál Bolsonaro hafa verið umdeild í landinu, en skoðanir hans á kynþáttamálum, kynfrelsi og samkynhneigð hafa reitt marga til reiði. Þá segir árásarmaðurinn að hann hafi stungið Bolsonaro eftir „skipun frá guði”.
Juiz de Fora, há pouco! pic.twitter.com/Z3M9S1pz6E
— Blog do Noblat (@BlogdoNoblat) 6 September 2018