Stjórnarskrá Íslands sker sig úr varðandi skort á framsalsheimildum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Björg Thorarensen prófessor við HÍ. Háskóli Íslands „Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Það er margt ólíkara í stjórnskipun Norðurlandanna en almennt hefur verið talið. Grunnurinn er sameiginlegur en birtist og hefur þróast með ólíkum hætti,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. Björg er önnur tveggja ritstjóra nýrrar bókar sem fjallar um samanburð á stjórnarskrám Norðurlandanna. Bókin er á ensku en auk Bjargar eru fimm höfundar sem eru norrænir fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar. „Við hittumst reglulega á málþingum og höfum haldið ráðstefnur. Þessi hugmynd kviknaði út frá því. Kosturinn við að gefa bókina út á ensku er sá að við erum að opna þetta fyrir öðrum en norrænum fræðimönnum. Á alþjóðavettvangi halda margir að Norðurlöndin séu mjög lík og hugsa jafnvel um þau sem eina heild.“ Björg segir margt binda Norðurlöndin saman en margt sé líka ólíkt. „Það hefur mikil áhrif að þrjú ríkjanna séu í ESB en tvö í EES. Svíþjóð og Finnland hafa breytt sínum stjórnarskrám mikið og þar hafa verið sett inn ákvæði um samspil þjóðþinganna við ESB. Þetta hafa Danir ekki gert en í dönsku stjórnarskránni er þó skýr framsalsheimild.“ Björg bendir á að Ísland skeri sig úr hvað varðar skort á heimildum til framsals valds. „Ákvæði um þjóðréttarsamvinnu er í grunninn frá 1920 og gefur enga vísbendingu um að það megi framselja vald ríkisins. Hér hefur það aldrei verið viðurkennt að það sé verið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira