Leiksigur og margra stjörnu viðtökur Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ólafur Arnalds segir að á plötunni sé steypt saman alls kyns ólíkum áhrifum, t.d. frá elektróník og hipphoppi en einnig hafi hann langað að fanga gleðina sem fyllti áhorfendur þegar rafsveit hans, Kiasmos, spilaði á tónleikum. Benjamin Hardman „Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
„Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira