Ferðamenn gista í svefnpokum og hengja föt til þerris í Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 11:53 Frá Leifsstöð upp úr miðnætti í gær. Mynd/Gils Jóhannsson Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira
Farþega, sem átti leið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti í gær, blöskrar sá mikli fjöldi ferðamanna sem lagst hafði til svefns í flugstöðinni. Margir þeirra voru með svefnpoka og dýnur og þá höfðu einhverjir hengt föt sín til þerris á ofnum í flugvellinum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt reglum sé farþegum bannað að gista í Leifsstöð en erfitt sé fyrir fyrirtækið að aðhafast í málinu.Gils Jóhannsson.Mynd/AðsendGils Jóhannsson lenti á Keflavíkurflugvelli með flugi frá Kaupmannahöfn upp úr miðnætti í gær og fór í gegnum forsal flugstöðvarinnar á leið sinni heim. Gils kveðst ferðast mikið en segir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð svo marga sofandi á flugvellinum áður. „Þetta var þarna í salnum þar sem innskráningin er og þar lá bara á annan tug fólks í svefnpokunum sínum innan um innskráningarvélarnar og uppi á stólum. Sumir voru farnir að hengja eitthvað til þerris á ofnum. Mér finnst varla boðlegt að fólk geti komið þarna inn og legið í svefnpokum sínum og á dýnum í einhverja fimm sex klukkutíma áður en það fer í flug,“ segir Gils. Hann segir engan ófrið hafa verið af fólkinu, flestir hafi verið sofandi, en gera má ráð fyrir að um hafi verið að ræða farþega sem eru á leið úr landi og gista þannig síðustu nóttina fyrir flug á vellinum.Einhverjir tóku upp á því að hengja sundfötin til þerris á ofnum í flugstöðinni.Mynd/Gils JóhannssonGils segist hafa rætt málið við starfsmann í salnum og hefur eftir starfsmanninum að mjög algengt sé að fólk gisti í flugstöðinni. „Hann sagði að sumar næturnar hefðu þetta verið allt að hundrað manns. Það væri bara lítið núna. En hann sagði að það væri ekkert hægt að gera.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fluttar hafa verið fréttir af ferðamönnum sem gista í Leifsstöð. RÚV greindi frá því í ágúst í fyrra að tugir ferðalanga hefðu lagst til svefns í flugstöðinni, með tilheyrandi hafurtaski. Þá var greint frá því á Mbl fyrr í sumar að ferðamenn hefðu lagst til svefns í hengirúmum fyrir utan Leifsstöð. Vísir sendi Isavia fyrirspurn vegna málsins. Svar barst frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, um hádegi í dag. „Samkvæmt húsreglum fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fólki bannað að búa sér þar náttstað. Hefur verið unnið út frá því að koma öllum farþegum á fætur áður en innritun hefst milli kl. 3 og 3:30 hvern dag. Þá er gestum bent á að heppilegra sé að kynna sér aðra gistimöguleika í nágrenninu. Það er erfitt viðureignar að koma alfarið í veg fyrir að farþegar gisti í flugstöðvum og er þetta vel þekkt viðfangsefni á flugvöllum víða um heim. Rétt er þó að geta þess að minna hefur verið um þetta í sumar samanborið við síðustu ár,“ segir í svari Isavia.Fréttin hefur verið uppfærð.Margir gistu innan um innskráningarvélarnar í forsalnum.Vísir/Gils Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira