Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:41 Frans páfi stílaði bréf sitt á allt kaþólskt fólk, um 1,2 milljarða manna. Það er í fyrsta skipti sem páfi tekur á kynferðisbrotum innan kirkjunnar við allt kaþólskt fólk. Vísir/EPA Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár. Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár.
Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17
Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00