Metfjöldi greinst með mislinga í Evrópu það sem af er ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Fréttablaðið/Stefán Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Metfjöldi mislingatilfella hefur greinst í Evrópu það sem af er ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í tilkynningunni segir að yfir 41 þúsund börn og fullorðnir hafi greinst með mislingasmit það sem af er ári samanborið við tæp 24 þúsund allt árið í fyrra. Stofnunin segir að samkvæmt skýrslum ríkja í Evrópu hafi 37 manns dáið úr mislingum það sem af er ári. „Þetta er alvarlegur faraldur og það hefur verið talsvert um dauðsföll. Mér sýnist að um 0,1 prósent þeirra sem sýkjast hafi hreinlega dáið.“ Aðspurður segir Þórólfur þessa háu dánartíðni ekki óeðlilega fyrir þennan sjúkdóm. Þá hafi það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir aðra að veikjast. „Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á að bólusetja og uppræta þennan sjúkdóm.“ Þórólfur segir illa hafa gengið að uppræta sjúkdóminn í nokkrum ríkjum Evrópu þar sem hópar fólks láta ekki bólusetja börnin sín. „Við höfum blessunarlega sloppið við þetta, jafnvel þótt Íslendingar hafi smitast erlendis og borið smit heim,“ segir Þórólfur og bætir við: „En við getum auðvitað fengið svona faraldra hér og við höfum verið að benda á að við þurfum að ná þátttöku í bólusetningum upp í 95 prósent. Það væri viðunandi því þetta er það smitandi sjúkdómur að þátttakan þarf að vera mikil og útbreidd.“ Samkvæmt skráningum eru í kringum 90 prósent 18 mánaða barna bólusett hér og hlutfallið er 95 prósent hjá 12 ára börnum. Þórólfur segir að hlutfallið hjá 18 mánaða börnum kunni að vera hærra en skráningar bendi til en það sem vanti upp á geti komið til af ýmsum ástæðum. „Kannanir sem við höfum gert sýna hins vegar að við erum ekki að fást við foreldra sem eru á móti bólusetningum,“ segir Þórólfur og telur því ekki ástæðu til að fara í sérstakar aðgerðir gegn slíkum viðhorfum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira