95 ára samverkamaður nasista sendur frá Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum. Pólland Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum.
Pólland Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira