Tilvistarkreppan í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumar vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira