Furðar sig á „tröllum“ sem vildu hann feigan eftir nauðlendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 08:13 Post Malone. Vísir/getty Bandaríski rapparinn Post Malone segist ósáttur vegna netverja sem „vildu hann feigan“ eftir að nauðlenda þurfti einkaþotu hans í New York-ríki í gær.Sjá einnig: Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja Rapparinn var á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands þar sem hann hugðist koma fram á tónlistarhátíðum í borgunum Reading og Leeds. Samkvæmt frétt BBC sprungu tvö dekk þotunnar á leiðinni og því var henni nauðlent á New York Stewart-alþjóðaflugvellinum í Newburgh í New York. Post Malone þakkaði aðdáendum sínum fyrir bænir og góða strauma á Twitter-reikningi sínum þegar vélinni hafði verið lent heilu og höldnu. Hann furðaði sig hins vegar líka á því hversu margir hafi „viljað hann feigan á þessari vefsíðu.“i landed guys. thank you for your prayers. can't believe how many people wished death on me on this website. fuck you. but not today— Beerbongs & Bentleys (@PostMalone) August 21, 2018 Enginn slasaðist við nauðlendinguna en netverjar fylgdust margir með atburðarásinni á samfélagsmiðlum. Post Malone sagði síðar í samtali við TMZ í gær að hann væri afar feginn að hafa fast land undir fótum. Rapparinn Post Malone öðlaðist vinsældir árið 2010 með útgáfu plötu sinnar White Iverson. Nýjasta plata hans, Beerbongs & Bentleys, kom út fyrr á þessu ári og náði fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum. Tónlist Tengdar fréttir Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja Betur fór en á horfðist þegar einkaþota rapparans Post Malone nauðlenti á Stewart International flugvellinum í New Windsor rétt fyrir klukkan átta í kvöld. 21. ágúst 2018 19:57 Offramboð á rappi heggur í miðasölu Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið. 8. júlí 2017 06:00 Hratt ris hins hvíta Iverson Hinn 21 árs gamli Post Malone ætlar að spila á Íslandi í sumar. Ferill hans hefur ekki verið ýkja langur en þó hefur hann verið ákaflega stormasamur og leið hans á toppinn á poppfjallinu var ekki löng. Hér verður stiklað á stóru í gegnum tónlistarferil Post Malone. 6. apríl 2017 09:45 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Bandaríski rapparinn Post Malone segist ósáttur vegna netverja sem „vildu hann feigan“ eftir að nauðlenda þurfti einkaþotu hans í New York-ríki í gær.Sjá einnig: Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja Rapparinn var á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands þar sem hann hugðist koma fram á tónlistarhátíðum í borgunum Reading og Leeds. Samkvæmt frétt BBC sprungu tvö dekk þotunnar á leiðinni og því var henni nauðlent á New York Stewart-alþjóðaflugvellinum í Newburgh í New York. Post Malone þakkaði aðdáendum sínum fyrir bænir og góða strauma á Twitter-reikningi sínum þegar vélinni hafði verið lent heilu og höldnu. Hann furðaði sig hins vegar líka á því hversu margir hafi „viljað hann feigan á þessari vefsíðu.“i landed guys. thank you for your prayers. can't believe how many people wished death on me on this website. fuck you. but not today— Beerbongs & Bentleys (@PostMalone) August 21, 2018 Enginn slasaðist við nauðlendinguna en netverjar fylgdust margir með atburðarásinni á samfélagsmiðlum. Post Malone sagði síðar í samtali við TMZ í gær að hann væri afar feginn að hafa fast land undir fótum. Rapparinn Post Malone öðlaðist vinsældir árið 2010 með útgáfu plötu sinnar White Iverson. Nýjasta plata hans, Beerbongs & Bentleys, kom út fyrr á þessu ári og náði fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum.
Tónlist Tengdar fréttir Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja Betur fór en á horfðist þegar einkaþota rapparans Post Malone nauðlenti á Stewart International flugvellinum í New Windsor rétt fyrir klukkan átta í kvöld. 21. ágúst 2018 19:57 Offramboð á rappi heggur í miðasölu Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið. 8. júlí 2017 06:00 Hratt ris hins hvíta Iverson Hinn 21 árs gamli Post Malone ætlar að spila á Íslandi í sumar. Ferill hans hefur ekki verið ýkja langur en þó hefur hann verið ákaflega stormasamur og leið hans á toppinn á poppfjallinu var ekki löng. Hér verður stiklað á stóru í gegnum tónlistarferil Post Malone. 6. apríl 2017 09:45 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja Betur fór en á horfðist þegar einkaþota rapparans Post Malone nauðlenti á Stewart International flugvellinum í New Windsor rétt fyrir klukkan átta í kvöld. 21. ágúst 2018 19:57
Offramboð á rappi heggur í miðasölu Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið. 8. júlí 2017 06:00
Hratt ris hins hvíta Iverson Hinn 21 árs gamli Post Malone ætlar að spila á Íslandi í sumar. Ferill hans hefur ekki verið ýkja langur en þó hefur hann verið ákaflega stormasamur og leið hans á toppinn á poppfjallinu var ekki löng. Hér verður stiklað á stóru í gegnum tónlistarferil Post Malone. 6. apríl 2017 09:45