500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2018 09:00 Sveitarfélagið Árborg borgaði verkfræðiskrifstofu hálfan milljarð króna í verkfræðiþjónustu árin 2013 – 2017. Vísir/Eyþór Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30