500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2018 09:00 Sveitarfélagið Árborg borgaði verkfræðiskrifstofu hálfan milljarð króna í verkfræðiþjónustu árin 2013 – 2017. Vísir/Eyþór Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30