Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. Í viðtali við Fox News, sem hægt er að kalla vinalegt og jafnvel undarlegt þar sem Trump er nánast ekki spurður neinna spurninga, byrjaði hann á því að segja efnahag ríkisins aldrei hafa verið betri en nú. Skömmu seinna sagði hann þó að allir í Bandaríkjunum yrðu fátækir ef honum yrðu bolað úr embætti. „Ég skal segja þér það, ef það verður lögð fram vantrauststillaga gagnvart mér, held ég að markaðurinn muni hrynja. Ég held að allir muni verða fátækir. Án þessara vitsmuna,“ sagði forsetinn og benti á höfðið á sér; „myndir þú sjá tölur sem þú myndir ekki trúa.“Frá náðun í samsæriTrump var einnig spurður út í hvort hann væri að íhuga að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn sem var á þriðjudaginn sakfelldur fyrir fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki tilkynnt um bankareikninga sem hann átti erlendis. Kviðdómendur voru ekki sammála um tíu af átján ákærum og mögulega verður réttað yfir Manafort aftur varðandi þær. Þær snúa sömuleiðis að fjársvikum. Varðandi mögulega náðun Manafort sagðist Trump bera virðingu fyrir Manafort og sagði hann góðan mann. Því næst fór hann að tala um að Hillary Clinton og starfsmenn hennar væru glæpamenn og ýmsar órökstuddar samsæriskenningar. Forsetinn gagnrýndi einnig Alríkislögreglu Bandaríkjanna harðlega og sömuleiðis eigið Dómsmálaráðuneyti og ráðherra. Hann sagðist eingöngu hafa skipað Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra vegna þeirrar hollustu sem Sessions hefði sýnt honum í kosningabaráttunni. Hann gaf í skyn að hann myndi reka bæði Session og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra sem er yfir Rússarannsókninni svokölluðu, eftir kosningarnar í nóvember.Gerði lítið úr störfum Cohen Trump ræddi í viðtalinu samband sitt við Michael Cohen, lögmann hans, sem játaði í fyrradag að hafa framið skattsvik og brot á kosningalögum. Þá bendlaði hann Trump við brot á kosningalögum þar sem hann sagði forsetann, sem þá var frambjóðandi, hafa skipað sér að greiða tveimur konum háar fjárhæðir skömmu fyrir kosningarnar 2016 svo þær myndu ekki segja frá meintu kynferðislegu sambandi þeirra við Trump. Cohen greiddi konunum úr eigin vasa. Hann fékk peningana hins vegar greidda til baka frá fyrirtæki Trump, eftir að Trump tók við embætti forseta. Cohen sendi reikninga á fyrirtækið fyrir lögfræðivinnu sem átti sér aldrei stað. Hann fékk þó meira greitt til baka en hann sóttist eftir. Cohen greiddi konunum samanlagt 280 þúsund dali. Hann fékk hins vegar 420 þúsund til baka. Í viðtalinu sagði Trump að Cohen hefði einungis verið einn af mörgum lögmönnum sínum í um tíu ár og gerði lítið úr störfum Cohen fyrir sig. Hann sagðist ekki vita hvernig Cohen hefði fengið titilinn „reddari“ Trump. Það var þó Cohen sjálfur sem sagði fjölmiðlum að hann hefði verið „reddari“ (e. fixer) Trump. Þá sagði forsetinn enn og aftur að brot Cohen og þá meint brot Trump, væru ekki einu sinni glæpir. Það er þó ekki rétt hjá honum.Viðtalið við Trump má sjá hér að neðan. Þar má þó ekki sjá hlutann þar sem Trump ræddi um hrun efnahags Bandaríkjanna.Lygarnar sem breyttust sífellt Vert er að rifja upp mörg og misvísandi svör Hvíta hússins og framboðs Trump um greiðslurnar til kvennanna tveggja og hvort Trump vissi af þeim.Fjórum dögum fyrir kosningarnar 2016 birti Wall Street Journal frétt um að National Enquirer hefði keypt réttinn af sögu Karen McDougal um meint samband hennar og Trump. Þeir greiddu 150 þúsund dali fyrir sögu hennar og ætluðu sér aldrei að birta hana. National Enquirer er rekið af vini Trump til langs tíma sem heitir David Pecker. Cohen var milliliður Pecker og Trump og saksóknarar segja starfsmann framboðs Trump einnig hafa komið að málinu.Þegar Hope Hicks, talskona Trump, var spurð út í þær fregnir sagði hún að framboðið hefði engar upplýsingar um slíkt. Í janúar sagði Cohen að sögusagnirnar væru bull og vitleysa. Þegar það varð svo ljóst í febrúar að Cohen hefði greitt Stormy Daniels 130 þúsund dali var Trump spurður út í það um borð í flugvél forsetans. Hann svaraði: „Nei.“ Cohen sagðist ekki hafa fengið peningana endurgreidda frá Trump eða framboði hans. Nú hefur komið í ljós að Cohen fékk peningana til baka frá Trump. Hann rukkaði fyrirtæki forsetans um lögfræðivinnu sem átti sér aldrei stað. Hann fékk greitt töluvert meira en hann hafði lagt sjálfur fram.Neitaði öllu Í mars sögðu þau Sarah Huckabee Sanders og Raj Shah, talsmenn Hvíta hússins að Trump neitaði því alfarið að hafa sængað hjá konunum og greitt þeim peninga. Í apríl var Trump spurður hvort hann hefði vitað af greiðslunni til Stormy Daniels. Hann svaraði: „Nei.“ Þá var hann spurður af hverju Cohen hefði greitt henni svo háa upphæð ef ekkert væri til í sögu hennar um samband þeirra. Hann svaraði: „Þú verður að spyrja Michael Cohen. Hann er lögmaðurinn minn og þú verður að spyrja Michael.“ Þá var hann spurður hvort hann vissi hvar Cohen hefði fengið peningana til að greiða Stormy Daniels. Hann svaraði: „Nei, ég veit það ekki.“ Öll svörin þrjú voru lygar. Trump vissi af greiðslunni. Hann vissi að greiðslan var gerð til að fá Daniels til að þaga, sem mistókst þó, og Trump vissi að hans eigið fyrirtæki hefði greitt Cohen.Hættur að neita, sumu Eftir að útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna framkvæmdu húsleit á skrifstofu Cohen í lok apríl breyttist saga Trump. Hann vissi af samkomulaginu í grófum dráttum. Í byrjun maí viðurkenndi Rudy Guiliani, lögmaður Trump, að hann hefði greitt Cohen vegna greiðslunnar til Stormy Daniels. Það hefði hins vegar ekki verið brot á kosningalögum. Guiliani hélt því einnig fram að Trump hefði í rauninni ekki vitað í hvað peningarnir hefðu farið. „Hann vissi í grófum dráttum um samkomulagið, að Michael myndi redda hlutum sem þessum,“ sagði Guiliani, lögmaður Trump, sem vísaði til Cohen sem „reddara“ Trump. Næsta dag, 3. maí, tísti Trump og sagði að greiðslur fyrirtækis hans til Cohen hefðu ekkert komið kosningunum við. Cohen hefði fengið greitt samkvæmt samningi hans við fyrirtækið. Það er ekki rétt. Enginn slíkur samningur var til staðar og greiðslurnar til Cohen voru ranglega merktar í bókhald fyrirtækisins. Þann 4. maí gaf Guliani út yfirlýsingu um að greiðslan til Daniels hefði verið samkvæmt samkomulagi um að verja fjölskyldu Trump gegn sögusögnum um framhjáhald hans. Greiðslan hefði átt sér stað þó Trump hefði ekki verið í framboði. Það er einnig ekki rétt, því samkvæmt saksóknurum var greiðslan hluti af samkomulagi Trump, Cohen og útgefanda National Enquirer um að verja framboð Trump.Tekinn upp Lögmaður Cohen opinberaði svo upptöku í júlí þar sem Cohen hafði tekið upp samtal hans og Trump um að greiða McDougal peninga fyrir þögn hennar í gegnum National Enquirer. Nú á þriðjudaginn sagði Cohen svo fyrir dómi að Trump hefði skipað honum að greiða konunum tveimur, þrátt fyrir að þeir hafi vitað að það væri brot á lögum. Markmiðið hefði verið að hafa áhrif á kosningarnar. Í viðtalinu í dag sagði Trump ljóst að greiðslurnar hefðu ekki komið úr kosningasjóði hans. Þó svo sé ekki brjóta greiðslurnar gegn kosningalögum þar sem þær eru langt fram yfir leyfilega upphæð sem leggja má til framboðs til forseta. Það er þó rétt að þó Cohen sé sekur um að hafa brotið lög er ekki víst að Trump sé það einnig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. Í viðtali við Fox News, sem hægt er að kalla vinalegt og jafnvel undarlegt þar sem Trump er nánast ekki spurður neinna spurninga, byrjaði hann á því að segja efnahag ríkisins aldrei hafa verið betri en nú. Skömmu seinna sagði hann þó að allir í Bandaríkjunum yrðu fátækir ef honum yrðu bolað úr embætti. „Ég skal segja þér það, ef það verður lögð fram vantrauststillaga gagnvart mér, held ég að markaðurinn muni hrynja. Ég held að allir muni verða fátækir. Án þessara vitsmuna,“ sagði forsetinn og benti á höfðið á sér; „myndir þú sjá tölur sem þú myndir ekki trúa.“Frá náðun í samsæriTrump var einnig spurður út í hvort hann væri að íhuga að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn sem var á þriðjudaginn sakfelldur fyrir fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki tilkynnt um bankareikninga sem hann átti erlendis. Kviðdómendur voru ekki sammála um tíu af átján ákærum og mögulega verður réttað yfir Manafort aftur varðandi þær. Þær snúa sömuleiðis að fjársvikum. Varðandi mögulega náðun Manafort sagðist Trump bera virðingu fyrir Manafort og sagði hann góðan mann. Því næst fór hann að tala um að Hillary Clinton og starfsmenn hennar væru glæpamenn og ýmsar órökstuddar samsæriskenningar. Forsetinn gagnrýndi einnig Alríkislögreglu Bandaríkjanna harðlega og sömuleiðis eigið Dómsmálaráðuneyti og ráðherra. Hann sagðist eingöngu hafa skipað Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra vegna þeirrar hollustu sem Sessions hefði sýnt honum í kosningabaráttunni. Hann gaf í skyn að hann myndi reka bæði Session og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra sem er yfir Rússarannsókninni svokölluðu, eftir kosningarnar í nóvember.Gerði lítið úr störfum Cohen Trump ræddi í viðtalinu samband sitt við Michael Cohen, lögmann hans, sem játaði í fyrradag að hafa framið skattsvik og brot á kosningalögum. Þá bendlaði hann Trump við brot á kosningalögum þar sem hann sagði forsetann, sem þá var frambjóðandi, hafa skipað sér að greiða tveimur konum háar fjárhæðir skömmu fyrir kosningarnar 2016 svo þær myndu ekki segja frá meintu kynferðislegu sambandi þeirra við Trump. Cohen greiddi konunum úr eigin vasa. Hann fékk peningana hins vegar greidda til baka frá fyrirtæki Trump, eftir að Trump tók við embætti forseta. Cohen sendi reikninga á fyrirtækið fyrir lögfræðivinnu sem átti sér aldrei stað. Hann fékk þó meira greitt til baka en hann sóttist eftir. Cohen greiddi konunum samanlagt 280 þúsund dali. Hann fékk hins vegar 420 þúsund til baka. Í viðtalinu sagði Trump að Cohen hefði einungis verið einn af mörgum lögmönnum sínum í um tíu ár og gerði lítið úr störfum Cohen fyrir sig. Hann sagðist ekki vita hvernig Cohen hefði fengið titilinn „reddari“ Trump. Það var þó Cohen sjálfur sem sagði fjölmiðlum að hann hefði verið „reddari“ (e. fixer) Trump. Þá sagði forsetinn enn og aftur að brot Cohen og þá meint brot Trump, væru ekki einu sinni glæpir. Það er þó ekki rétt hjá honum.Viðtalið við Trump má sjá hér að neðan. Þar má þó ekki sjá hlutann þar sem Trump ræddi um hrun efnahags Bandaríkjanna.Lygarnar sem breyttust sífellt Vert er að rifja upp mörg og misvísandi svör Hvíta hússins og framboðs Trump um greiðslurnar til kvennanna tveggja og hvort Trump vissi af þeim.Fjórum dögum fyrir kosningarnar 2016 birti Wall Street Journal frétt um að National Enquirer hefði keypt réttinn af sögu Karen McDougal um meint samband hennar og Trump. Þeir greiddu 150 þúsund dali fyrir sögu hennar og ætluðu sér aldrei að birta hana. National Enquirer er rekið af vini Trump til langs tíma sem heitir David Pecker. Cohen var milliliður Pecker og Trump og saksóknarar segja starfsmann framboðs Trump einnig hafa komið að málinu.Þegar Hope Hicks, talskona Trump, var spurð út í þær fregnir sagði hún að framboðið hefði engar upplýsingar um slíkt. Í janúar sagði Cohen að sögusagnirnar væru bull og vitleysa. Þegar það varð svo ljóst í febrúar að Cohen hefði greitt Stormy Daniels 130 þúsund dali var Trump spurður út í það um borð í flugvél forsetans. Hann svaraði: „Nei.“ Cohen sagðist ekki hafa fengið peningana endurgreidda frá Trump eða framboði hans. Nú hefur komið í ljós að Cohen fékk peningana til baka frá Trump. Hann rukkaði fyrirtæki forsetans um lögfræðivinnu sem átti sér aldrei stað. Hann fékk greitt töluvert meira en hann hafði lagt sjálfur fram.Neitaði öllu Í mars sögðu þau Sarah Huckabee Sanders og Raj Shah, talsmenn Hvíta hússins að Trump neitaði því alfarið að hafa sængað hjá konunum og greitt þeim peninga. Í apríl var Trump spurður hvort hann hefði vitað af greiðslunni til Stormy Daniels. Hann svaraði: „Nei.“ Þá var hann spurður af hverju Cohen hefði greitt henni svo háa upphæð ef ekkert væri til í sögu hennar um samband þeirra. Hann svaraði: „Þú verður að spyrja Michael Cohen. Hann er lögmaðurinn minn og þú verður að spyrja Michael.“ Þá var hann spurður hvort hann vissi hvar Cohen hefði fengið peningana til að greiða Stormy Daniels. Hann svaraði: „Nei, ég veit það ekki.“ Öll svörin þrjú voru lygar. Trump vissi af greiðslunni. Hann vissi að greiðslan var gerð til að fá Daniels til að þaga, sem mistókst þó, og Trump vissi að hans eigið fyrirtæki hefði greitt Cohen.Hættur að neita, sumu Eftir að útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna framkvæmdu húsleit á skrifstofu Cohen í lok apríl breyttist saga Trump. Hann vissi af samkomulaginu í grófum dráttum. Í byrjun maí viðurkenndi Rudy Guiliani, lögmaður Trump, að hann hefði greitt Cohen vegna greiðslunnar til Stormy Daniels. Það hefði hins vegar ekki verið brot á kosningalögum. Guiliani hélt því einnig fram að Trump hefði í rauninni ekki vitað í hvað peningarnir hefðu farið. „Hann vissi í grófum dráttum um samkomulagið, að Michael myndi redda hlutum sem þessum,“ sagði Guiliani, lögmaður Trump, sem vísaði til Cohen sem „reddara“ Trump. Næsta dag, 3. maí, tísti Trump og sagði að greiðslur fyrirtækis hans til Cohen hefðu ekkert komið kosningunum við. Cohen hefði fengið greitt samkvæmt samningi hans við fyrirtækið. Það er ekki rétt. Enginn slíkur samningur var til staðar og greiðslurnar til Cohen voru ranglega merktar í bókhald fyrirtækisins. Þann 4. maí gaf Guliani út yfirlýsingu um að greiðslan til Daniels hefði verið samkvæmt samkomulagi um að verja fjölskyldu Trump gegn sögusögnum um framhjáhald hans. Greiðslan hefði átt sér stað þó Trump hefði ekki verið í framboði. Það er einnig ekki rétt, því samkvæmt saksóknurum var greiðslan hluti af samkomulagi Trump, Cohen og útgefanda National Enquirer um að verja framboð Trump.Tekinn upp Lögmaður Cohen opinberaði svo upptöku í júlí þar sem Cohen hafði tekið upp samtal hans og Trump um að greiða McDougal peninga fyrir þögn hennar í gegnum National Enquirer. Nú á þriðjudaginn sagði Cohen svo fyrir dómi að Trump hefði skipað honum að greiða konunum tveimur, þrátt fyrir að þeir hafi vitað að það væri brot á lögum. Markmiðið hefði verið að hafa áhrif á kosningarnar. Í viðtalinu í dag sagði Trump ljóst að greiðslurnar hefðu ekki komið úr kosningasjóði hans. Þó svo sé ekki brjóta greiðslurnar gegn kosningalögum þar sem þær eru langt fram yfir leyfilega upphæð sem leggja má til framboðs til forseta. Það er þó rétt að þó Cohen sé sekur um að hafa brotið lög er ekki víst að Trump sé það einnig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22
Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. 22. ágúst 2018 10:25
Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30
Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52