Kókosolía ekki eitur en sýna ætti mikla hófsemi í neyslu hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2018 19:00 Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Innflutningur á kókosolíu til neyslu hef aukist umtalsvert á undanförnum árum. Varhugavert er þó að neyta hennar í miklu magni vegna aukinnar hættu á hjartasjúkdómum að mati hjartalæknis.Ummæli þýsks prófessors við Harvard-háskóla um að kókosolía væri jafn góð fyrir heilsuna og að innbyrða eitur hafa vakið mikla athygli en horft hefur verið á fyrirlestur hennar um varhugavert heilsugildi kókósolíu yfir milljón sinnum á YouTube frá því í síðasta mánuði.Olían hefur verið markaðssett sem heilsuvara sem geti meðal annars komið í stað smjörs eða olíu og hafa vinsældir hennar hér á landi farið vaxandi. Til að mynda tvöfaldaðist innflutningur á kókosolíu til matvælaframleiðslu hingað til lands frá árinu 2014 til 2017 samkvæmt tölum frá Hagstofu.Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Fréttablaðið/RósaLæknar og næringafræðingar víða um heim hafa hins vegar varað við heilsugildi kókosolíu. „Þetta er 90 prósent mettuð fita og sem neysluvara er vitað að hún hækkar magn kólestóróls í blóði sem binst eðlisléttum fitupróteinum og þetta er eiginlega aðaláhættuþáttur og skaðvaldur fyrir slagæðakerfið og keyrir áfram æðakölkun,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir á Landspítalanum og prófessor emeritus við Háskóla Íslands um möguleg áhrif neyslu kókosolíu. Mikið af fyrirbyggingu hjartasjúkdóma snúist um að lækka einmitt þetta kólesteról í blóðinu.„Ég held að þetta hafi verið auglýst af heilmiklum krafti og auglýst svolítið á fölskum forsendum, það er að segja sem heilsuvara sem leysir alls konar vandamál og það hefur gengið vel að selja þetta,“ segir Guðmundur.Hann vill þó ekki ganga jafn langt og Harvard-prófessorinn og segir mikilvægt að sýna mikla hófsemi í neyslu á kókosolíu.„Ég myndi ekki kalla þetta eitur. Ég myndi segja að það ætti að neyta þess í mesta falli í hófi og sennilega bara mjög lítið.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Kókosolía jafnóholl og dýrafita eða smjör Engar haldbærar rannsóknir sýna að kókosolía sé hollari en aðrar fitur. Bandarísku hjartasamtökin segja olíuna jafnóholla og dýrafita eða smjör. 16. júní 2017 11:59