„Þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 19:30 Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína." Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína."
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira