Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Turnbull og Morrison áður en sá síðarnefndi hrifsaði forsætisráðuneytið af þeim fyrrnefnda. Vísir/AP Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira