Ríkisdagblað í Norður-Kóreu hefur sakað Bandaríkin um að leika tveimur skjöldum og jafnvel gera sig seka um glæpsamlega hegðun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti skyndilega heimsókn Mike Pompeo, utanríkisráðherra, til landsins.
Samningaviðræður milli ríkjanna hafa gengið erfiðlega eftir leiðtogafund Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un í júní. Pompeo hefur óskað eftir því að Norður-Kórea stigi skref í átt að afkjarnorkuvæðingu, en yfirvöld í Norður-Kóreu krefjast þess að Bandaríkjamenn gefi eftir í ýmsum málum.
Á föstudag kenndi Trump Kína um hve erfiðlega hefur gengið í samningaviðræðum við Norður-Kóreu og gaf til kynna að ekkert myndi hafast í þeim efnum fyrr en Bandaríkjamenn hefðu leyst úr tolladeilum sínum við Kínverja.
Dagblaðið segir ummæli Trump gefa til kynna að hann ætli sér að fara í stríð við Norður-Kóreu muni ríkið ekki afkjarnorkuvæðast.
Þá hafa yfirvöld í landinu farið fram á friðaryfirlýsingu áður en afkjarnorkuvæðing hefjist, en Trump segir það ekki koma til greina fyrr en ríkið sýni árangur í afkjarnorkuvæðingu.
Ríkisdagblað í Norður-Kóreu segir Trump leika tveimur skjöldum

Tengdar fréttir

Pompeo beðinn um að aflýsa för sinni til Norður-Kóreu
Trump segir að ekki hafi náðst nægilegur árangur í viðræðum um kjarnorkuafvopnum Kóreuskagans.

Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu
Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu.

Kim og félagar vilja losna við þvinganir
Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum.