Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2018 16:03 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent