Aukin pressa á að ná markinu þegar yngri bróðirinn skoraði Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2018 10:15 Finnur Orri var feginn að ná marki í Pepsi-deildinni áður en hann lék 200. leik sinn í efstu deild. Fréttablaðið/anton Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira