EA aflýsir tölvuleikjamótum vegna skotárásar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 07:51 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville á sunnudag. Skjáskot/EA Sports Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, EA, hefur aflýst þremur tölvuleikjamótum eftir að byssumaður skaut tvo til bana á móti á vegum fyrirtækisins á sunnudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EA. Árásin var gerð á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing í Jacksonville í Flórída. Keppendur á mótinu, sem helgað var fótboltatölvuleiknum Madden, freistuðu þess að öðlast þátttökurétt á stærra móti sem fram fer í október næstkomandi. Sigurvegari mótsins hreppir rúmar sautján milljónir íslenskra króna að launum.Sjá einnig: Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins Þrjú mót á borð við það sem haldið var í Jacksonville á sunnudag voru á dagskrá víðsvegar um Bandaríkin í september. Þeim hefur nú öllum verið aflýst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá EA. Fyrirtækið mun nú fara ofan í saumana á öryggisgæslu á tölvuleikjamótum sínum og vinna að úrbótum. Árásarmaðurinn, David Katz, og fórnarlömb hans tvö, Taylor Robertson og Eli Clayton, voru allir atvinnutölvuleikjaspilarar og keppendur á mótinu á sunnudag. Robertson vann sambærilegt Madden-mót í fyrra en árásarmaðurinn Katz bar sigur úr býtum á slíku móti fyrir tveimur árum. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. 27. ágúst 2018 12:00
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56
Dómsskjöl varpa ljósi á veikindi árásarmannsins David Katz mun hafa skotið sérstaklega keppendur á mótinu en hann hafði einnig keppt sjálfur í Madden á undanförnum árum. 27. ágúst 2018 21:38