40 ár síðan að Skagamenn enduðu loksins eina ótrúlegustu bið íslenskrar knattspyrnusögu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 12:30 Frétt Tímans um sigur Skagamanna 1978. Mynd/Forsíða íþróttablaðs Tímans 28. ágúst 1978 27. ágúst var stór dagur í sögu fótboltans á Akranesi því á þessum degi fyrir 40 árum og einum degi náðu Skagamenn loksins að vinna bikarkeppni karla. Árið var 1978 og Skagamenn höfðu þá tíu sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn og komist átta sinnum áður alla leið í bikarúrslitaleikinn. Allir þessir átta bikarúrslitaleikir höfðu hins vegar tapast allt frá fyrsta bikarúrslitaleik ÍA á móti KR árið 1961 til þess síðasta á móti Val árið 1976. KR (3 sinnum), Valur (3 sinnum), Keflavík (1 sinni) og ÍBA (1 sinni) höfðu öll orðið bikarmeistarar eftir sigur á ÍA í bikarúrslitaleik á þessu fimmtán ára tímabili. Það var enginn annar en Pétur Pétursson sem tryggði ÍA fyrsta bikarmeistaratitilinn á Laugardalsvellinum 27. ágúst 1978. Þetta sumar setti Pétur markamet með því að skora 19 mörk í deildinni og alls skoraði hann 32 mörk í öllum keppnum. Pétur fór í framhaldinu til hollenska stórliðsins Feyenoord. Það er líka óhætt að segja að Skagamenn hafi þarna kveðið niður bikardrauginn því ÍA hefur síðan unnið átta af níu bikarúrslitaleikjum sínum eða alla bikarúrslitaleiki nema þann sem KR vann á hundrað ára afmæli félagsins árið 1999. Skagamenn hafa alltaf haldið vel utan um sögu sína og á fésbókarsíðunni „Á Sigurslóð“ er rifjaður upp þessi fyrsti bikarmeistaratitill félagsins fyrir fjórum áratugum síðan. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan.Frétt um leikinn i Vísi.Frétt um leikinn i Tímanum.Frétt um leikinn i Tímanum.Frétt um leikinn i Þjóðviljanum.Forsíða íþróttablaðs Vísis.Forsíða íþróttablaðs Morgunblaðsins. Íslenski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
27. ágúst var stór dagur í sögu fótboltans á Akranesi því á þessum degi fyrir 40 árum og einum degi náðu Skagamenn loksins að vinna bikarkeppni karla. Árið var 1978 og Skagamenn höfðu þá tíu sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn og komist átta sinnum áður alla leið í bikarúrslitaleikinn. Allir þessir átta bikarúrslitaleikir höfðu hins vegar tapast allt frá fyrsta bikarúrslitaleik ÍA á móti KR árið 1961 til þess síðasta á móti Val árið 1976. KR (3 sinnum), Valur (3 sinnum), Keflavík (1 sinni) og ÍBA (1 sinni) höfðu öll orðið bikarmeistarar eftir sigur á ÍA í bikarúrslitaleik á þessu fimmtán ára tímabili. Það var enginn annar en Pétur Pétursson sem tryggði ÍA fyrsta bikarmeistaratitilinn á Laugardalsvellinum 27. ágúst 1978. Þetta sumar setti Pétur markamet með því að skora 19 mörk í deildinni og alls skoraði hann 32 mörk í öllum keppnum. Pétur fór í framhaldinu til hollenska stórliðsins Feyenoord. Það er líka óhætt að segja að Skagamenn hafi þarna kveðið niður bikardrauginn því ÍA hefur síðan unnið átta af níu bikarúrslitaleikjum sínum eða alla bikarúrslitaleiki nema þann sem KR vann á hundrað ára afmæli félagsins árið 1999. Skagamenn hafa alltaf haldið vel utan um sögu sína og á fésbókarsíðunni „Á Sigurslóð“ er rifjaður upp þessi fyrsti bikarmeistaratitill félagsins fyrir fjórum áratugum síðan. Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan.Frétt um leikinn i Vísi.Frétt um leikinn i Tímanum.Frétt um leikinn i Tímanum.Frétt um leikinn i Þjóðviljanum.Forsíða íþróttablaðs Vísis.Forsíða íþróttablaðs Morgunblaðsins.
Íslenski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram