Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Öfgamenn hópuðust saman í þúsundatali í Chemnitz. Vísir/Getty Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau allt þar til í fyrrinótt. Samkvæmt þýska miðlinum Deutsche Welle voru gagnmótmælendurnir, sumir hverjir úr röðum andfasísku hreyfingarinnar Antifa, mun færri eða um þúsund talsins. Mótmælin spruttu upp eftir að heimamaður var myrtur á laugardagskvöld. Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað. Lögregla greindi frá því að mótmælendur hefðu sést heilsa að nasistasið. Enginn slasaðist þó alvarlega, að sögn lögreglu. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands létu ekki sjá sig. Meðlimir Þjóðernishyggjuflokksins AfD héldu sig til að mynda í burtu og þótt Tim Detzner, leiðtogi Die Linke í Chemnitz, hafi skipulagt gagnmótmælin sáust merki flokksins hvergi. Samkvæmt Deutsche Welle var gærdagurinn rólegur í Chemnitz. Miðillinn tók íbúa tali og sagði einn þeirra, karlmaður á eftirlaunum, að hann óttaðist um orðspor borgarinnar nú sem og „ris nasismans í Þýskalandi“. Angela Merkel kanslari fordæmdi átökin og sagði að það væri ekki líðandi að taka lögin í eigin hendur. „Við munum ekki þola slíkar ólöglegar fjöldasamkomur og áreiti gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út eða hefur annan bakgrunn,“ sagði upplýsingafulltrúi kanslara í yfirlýsingu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira