Vandamálið miklu stærra en áfengis-og kynlífsfíkn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 22:58 Melanie Brown opnar sig um erfiðleika. vísir/getty Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie. Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Melanie Brown kryddpía og gestadómari í America‘s Got Talent hefur að undanförnu glímt við kynlífs-og áfengisfíkn. Hún segir að fíknin sé aðeins ein afleiðing af mun stærra vandamáli sem hún hafi látið hjá líða að takast á við. Hún segir að síðasta hálfa árið hafi reynst henni erfitt. Í dag er hún í sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun. Undanfarið ár hefur hún gert upp tímann sinn með fyrrverandi eiginmanni sínum og kvikmyndaframleiðandanum Stephen Belafonte. Þau skildu í fyrra og fékk hún staðfest tímabundið nálgunarbann á hann. Hún hefur þurft að fara ofan í saumana á mjög erfiðu tímabili í lífi sínu því hún hefur að undanförnu verið að skrifa sjálfsævisögu sína sem kemur von bráðar út. Bókin nefnist „Brutally honest“ en af titlinum má ráða að söngkonan dragi hvergi undan. „Það hefur verið ótrúlega trámatískt fyrir mig að endurupplifa ástarsamband sem einkenndist af andlegu ofbeldi og að horfast í augu við svo mörg vandamál í mínu lífi,“ segir Melanie. Hún hefur ákveðið að fara í meðferð við kynlífs-og áfengisfíkn og mun hún dvelja á meðferðarstofnun í að minnsta kosti mánuð. Það mun hún gera meðfram sálfræðimeðferð við áfallastreituröskuninni.Melanie Brown fékk staðfest tímabundið nálgunarbann á fyrrverandi eiginmann sinn, Stephen Belafonte.Vísir/getty„Ég hef verið heiðarleg í umfjöllun minni um það að drekka til að deyfa sársaukann en það er sú leið sem margir fara til að hylja það sem raunverulega er í gangi. Stundum er hreinlega of erfitt að ráða við allar þessar tilfinningar. Vandamálið hefur aldrei snúist um kynlíf eða alkóhól heldur það sem býr að baki því,“ segir Melanie. Hún segist vilja koma hreint fram og segja sannleikann um líðan sína því hún viti að svo margir hafi og séu að upplifa það sama og hún. „Ég er ennþá í erfiðleikum með þetta allt en ef ég get varpað ljósi á þetta vandamál sem sársaukinn er, áfallastreituröskun og allir þessir hlutir sem karlar og konur gera til að fela það, þá mun ég gera það,“ segir Melanie.
Áfengi og tóbak Kynlíf Tengdar fréttir Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30 Var í ástarsambandi með konu í fjögur ár Kryddpían Mel B leynir á sér. 2. desember 2014 15:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Kryddstúlkur sameinast á ný Stúlknasveitin Spice Girls ætlar að koma saman aftur á næsta ári. 15. nóvember 2017 15:30